Hoppa yfir valmynd
11.3.2024
491 þúsund gestir í febrúar

491 þúsund gestir í febrúar

Annar mánuður ársins gefur fyrirheit um að nóg verði að gera á flugvellinum í ár en alls lögðu 491.454  gestir leið sína um völlinn í febrúar. Það er 20% aukning frá sama mánuði í fyrra!

Flogið var til 61 áfangastaða af 20 flugfélögum. Vinsælustu áfangastaðirnir voru London, Manchester, Kaupmannahöfn, New York og Amsterdam.

Mest var að gera þann 18. febrúar, þegar 24.103 gestir fóru um flugvöllinn.

Brottfarir Íslendinga voru tæplega 37 þúsund í febrúar.

Brottfarir erlendra farþega frá landinu um KEF voru 156 þúsund í febrúar, samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu. Hafa brottfarir erlendra farþega aldrei mælst fleiri í febrúar fyrr en utan metárið 2018.

Bretar voru stærsti hópur brottfaraþega, tæplega 48 þúsund talsins, sem er tæplega þriðjungur brottfara (30,4%). Þar á eftir fylgdu Bandaríkjamenn, Kínverjar, Hollendingar og Þjóðverjar.

Við hlökkum til að halda áfram að taka á móti sívaxandi fjölda gesta á Keflavíkurflugvelli.