Hoppa yfir valmynd
12.5.2023
545 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl

545 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll í apríl

Farþegum heldur áfram að fjölga á Keflavíkurflugvelli. Alls lögðu 544.578 farþegar leið sína um flugvöllinn í apríl, sem er 39,7% fjölgun frá sama tíma í fyrra.

Flogið var til 57 áfangastaða og voru þeir vinsælustu  London, Kaupmannahöfn, New York, París og Boston.

Brottfarir Íslendinga voru um 56.000 í apríl eða 90% af því sem þær mældust árið 2017 þegar mest var.

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 142 þúsund í nýliðnum aprílmánuði. Um er að ræða þriðja stærsta aprílmánuð frá því mælingar hófust en brottfarir í mars í ár voru um 93% af því sem þær mældust árið 2017.

Flestar brottfarir í mars voru tilkomnar vegna Breta og Bandaríkjamanna eða um tvær af hverjum fimm (43,2%). Bandaríkjamenn voru um 38 þúsund talsins eða tæplega fjórðungur (26,6%) og Bretar um 24 þúsund eða tæplega fimmtungur (16,6%). Þar á eftir fylgdu Pólverjar, Þjóðverjar, og Frakkar.

Sumarið er komið með bjartar nætur og vonandi hlýrra veðri. Við hlökkum til að sjá ykkur á Keflavíkurflugvelli!