Hoppa yfir valmynd
11.4.2024
605 þúsund gestir í mars

605 þúsund gestir í mars

Gestum Keflavíkurflugvallar heldur áfram að fjölga en alls lögðu 604.697 gestir leið sína um völlinn í mars. Það er 24% fjölgun frá sama tíma í fyrra.

 

Alls flugu 21 flugfélög til 63 áfangastaða þar sem London, Kaupmannahöfn, New York, París og Amsterdam voru vinsælustu áfangastaðirnir.

 

Mest var að gera í marsmánuði þann 24. mars þegar 25.698 gestir fóru um flugvöllinn og 154 farþegaflugshreyfingar.

 

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu voru brottfarir Íslendinga voru 56 þúsund í mars, sem er 42% fjölgun frá sama tíma í fyrra. Þessa fjölgun má að einhverju leyti rekja til páskahátíðarinnar, einnar vinsælastu ferðahelgi Íslendinga, sem var í mars í ár en apríl árið á undan.

 

Brottfarir erlendra gesta voru 173 þúsund í mars, sem er svipað magn og í mars metárið 2018. Flestar brottfarir voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna (22%) og Breta (19%), þar á eftir fylgdu Kínverjar (5%), Ítalir (5%) og Frakkar (5%).

 

Sumartímabil Keflavíkurflugvallar hefst í apríl og allt útlit er fyrir annasamt og skemmtilegt sumar á vellinum í ár.