Hoppa yfir valmynd
13.11.2023
692 þúsund gestir í október

692 þúsund gestir í október

Haust- og vetrarferðamennska styrkist ár frá ári. Alls lögðu 692.006 gestir leið sína um flugvöllinn í október, sem er aukning upp á um 16% frá sama tíma árið 2022. Mest var að gera þann 1. október, þegar 27.011 gestir fóru um flugvöllinn.

Flogið var til 79 áfangastaða og voru þeir vinsælustu  Kaupmannahöfn, Amsterdam, London, Boston og París.

Brottfarir Íslendinga voru um 56 þúsund.

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra gesta frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 205 þúsund í nýliðnum mánuði. Um er að ræða stærsta októbermánuð frá því mælingar hófust.

Flestar brottfarir í október voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna eða um 24,7% en í öðru sæti voru brottfarir Breta, eða 13,3% af heild. Þar á eftir fylgdu Þjóðverjar, Pólverjar og Kínverjar.

Við hlökkum til að sjá ykkur á Keflavíkurflugvelli í vetur!