Hoppa yfir valmynd
12.10.2023
749 þúsund gestir um Keflavíkurflugvöll í September

749 þúsund gestir um Keflavíkurflugvöll í September

Haustið 2023 ætlar að verða jafn ánægjulegt og sumarið var, en alls lögðu 748.842 gestir leið sína um flugvöllinn í september. Það er aukning um 15% frá sama tíma árið 2022.

Flogið var til 80 áfangastaða og voru þeir vinsælustu  Kaupmannahöfn, Boston, París, Amsterdam og New York.

Brottfarir Íslendinga voru um 47 þúsund.

Samkvæmt talningu frá Ferðamálastofu voru brottfarir erlendra gesta frá landinu um Keflavíkurflugvöll um 222 þúsund í nýliðnum mánuði. Um er að ræða næst stærsta septembermánuð frá því mælingar hófust.

Flestar brottfarir í september voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna eða um 29,73% en í öðru sæti voru brottfarir Þjóðverja, eða 6,9% af heild. Þar á eftir fylgdu Pólverjar, Kanadabúar og Bretar.

Þrátt fyrir að dagarnir styttist nú og veðrið verði kaldara hefur haustið líka sinn sjarma. Við hlökkum til að sjá ykkur á Keflavíkurflugvelli!