Hoppa yfir valmynd
9.6.2012
Áætlunarflug Norwegian til Íslands hafið

Áætlunarflug Norwegian til Íslands hafið

Fyrsta flug NorwegianNorska flugfélagið Norwegian hefur hafið áætlunarflug milli Keflavíkur og Osló. Flogið verður þrisvar sinnum í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og sunnudögum.

Tekið var vel á móti flugfélaginu við komuna til Keflavíkur. Slökkvibílar Isavia sprautuðu vatni yfir vélina henni til heiðurs auk þess sem Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri flugstöðvar Leifs Eiríkssonar leysti starfsfólk Norwegian út með gjöfum.

Norwegian er næst stærsta flugfélagið á Norðurlöndum og þriðja stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu. Félagið flýgur til 114 áfangastaða í Evrópu, Norður-Afríku og Miðausturlöndum.

Starfsfólk Norwegian ásamt framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar

Flugvél Norwegian