Hoppa yfir valmynd
4.4.2022
Aðalfundur Isavia og ársskýrsla félagsins

Aðalfundur Isavia og ársskýrsla félagsins

Aðalfundur Isavia samstæðunnar var haldinn í Reykjanesbæ í dag.

Ársskýrsla Isavia fyrir árið 2021 var gefin út við það tækifæri sem og ársuppgjör félagsins fyrir sama tímabil sem birt var fyrr í þessum mánuði.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, gerði grein fyrir ársreikningi félagsins. Á aðalfundinum var kosin stjórn og varastjórn Isavia ohf.

Aðalstjórn: Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður, Hólmfríður Árnadóttir, Jón Steindór Valdimarsson, Matthías Páll Imsland og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.

Varastjórn: Dóra Sif Tynes, Ingveldur Sæmundsdóttir, Sigrún Traustadóttir, Tómas Ellert Tómasson  og Valdimar Halldórsson.

Ársskýrslan sem gefin var út á fundinum er einvörðungu aðgengileg á netinu á sérstökum vef og í PDF formi. Þar er að finna helstu upplýsingar um rekstur Isavia samstæðunnar á árinu 2021. Þar er ársreikningurinn, farið er yfir helsta árangur félagsins á síðasta ári og stefnumál þess. Áhersla er m.a. lög á að greina frá árangri í samfélags- og umhverfismálum og þá helst nýja sjálfbærnistefnu Isavia og aðgerðaráætlunin fyrir sjálfbærnistefnuna sem er mörkuð til og með árinu 2026. Eitt af helstu markmiðum Isavia þar í loftslagsmálum er að starfsemi félagsins verði kolefnislaus árið 2030.

Aðalfundir dótturfélaga Isavia, Isavia ANS, Isavia Innanlandsflugvalla og Fríhafnarinnar, voru haldnir í síðasta mánuði.