Hoppa yfir valmynd
15.1.2016
Aðalskipulag fyrir Keflavíkurflugvöll

Aðalskipulag fyrir Keflavíkurflugvöll

Tillaga að nýju aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar ásamt umhverfisskýrslu fyrir Keflavíkurflugvöll er nú aðgengilegt á Isavia.is. Skipulagsgögnin verða einnig til sýnis á skrifstofu Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hjá Skipulagsstofnun á Laugavegi 166 til og með 23. febrúar 2016.
 
Við gildistöku á nýju aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar 2013-2030 mun eldra aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 2005-2025, sem staðfest var 24. febrúar 2006 falla úr gildi.
 
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillöguna.  Skriflegar athugasemdir og ábendingar skulu berast skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, 235 Keflavíkurflugvelli eða [email protected]