Hoppa yfir valmynd
5.5.2015

Áhrif mögulegra verkfalla á flugsamgöngur

Verkföll sem gætu skollið á á næstunni munu hafa einhver áhrif á ferðaþjónustuna ef af þeim verður. Fyrstu verkföll sem auglýst hafa verið munu ekki hafa bein áhrif á flugsamgöngur en ef deilur dragast á langinn gætu hafist verkföll sem gætu haft áhrif á nokkur fyrirtæki sem þjónusta flugfélög. Rétt er að taka fram að engar breytingar hafa verið gerðar á áætlun flugfélaga, og þau munu tilkynna viðskiptavinum sínum um breytingar ef þær verða gerðar.