Hoppa yfir valmynd
15.11.2017
American Airlines hefur flug til Keflavíkurflugvallar

American Airlines hefur flug til Keflavíkurflugvallar

Bandaríska flugfélagið American Airlines mun hefja flug milli Dallas og Keflavíkurflugvallar næsta sumar. Fyrsta flugið verður 7. júní 2018 og verður flogið alla daga vikunnar á 176 sæta Boeing 757-200 flugvélum. 
 
Lagt verður af stað klukkan 8:20 að morgni í Dallas og lent klukkan 9:15 að íslenskum tíma (næsta dag) á Keflavíkurflugvelli. Frá Keflavíkurflugvelli verður lagt af stað klukkan 11:10 að morgni og lent í Dallas klukkan 14:50 að staðartíma.