Hoppa yfir valmynd
8.10.2018
Árangursrík öryggisvika Isavia

Árangursrík öryggisvika Isavia

Öryggisviku Isavia er nú lokið en hún var haldin dagana 1. til 5. október. Boðið var upp á fjöldamarga fyrirlestra og fræðslufundi um öryggismál hjá Isavia. Þá var starfsfólki boðið í heimsókn í flugvallaþjónustu og flugturn á Keflavíkurflugvelli. Þátttaka var vonum framar og ljóst að starfsfólk Isavia tekur öryggismál alvarlega og vill fræðast nánar um þau. Það er í samræmi við þá áherslu sem Isavia leggur á öryggismál og að allt starfsfólk taki virkan þátt í að tryggja öryggi á vinnustaðnum, enda var tilgangur öryggisviku að efla þann þátt.

Leiðarljós Isavia er öryggi, samvinna og þjónusta. Flugsamgöngur eru flókin og margþætt starfsemi og öryggi skiptir þar miklu máli. Krafan um öryggi fólks, þ.e. almennings, viðskiptavina og starfsfólks, felur í sér að allir hjá Isavia séu alltaf eins vel undirbúnir og mögulegt er þegar kemur að öryggismálum.Á öryggisvikunni var meðal annars boðið upp á svokallaðar FOD göngur á Keflavíkurflugvelli og einnig á flugvöllunum í Reykjavík og á Akureyri. Þá söfnuðust starfsmenn Isavia og þjónustuaðilar á flugvellinum saman og gengu ákveðið svæði á flughlaði og týndu aðskoðahluti.

FOD göngurnar (Foreign Object Debris) eru framkvæmdar af starfsmönnum Isavia á flugvöllum sem félagið á eða rekur. Í göngunum á Keflavíkurflugvelli var nokkru magni af rusli og aðskotahlutum safnað á flughlaði.

Í göngunni á Keflavíkurflugvelli miðvikudaginn 3. október síðastliðinn voru fulltrúar frá Fréttablaðinu og Víkurfréttum sem tóku myndir af göngufólki og fjölluðu um gönguna.