Hoppa yfir valmynd
22.3.2023
Ársskýrsla Isavia fyrir árið 2022 gefin út á aðalfundi félagsins

Ársskýrsla Isavia fyrir árið 2022 gefin út á aðalfundi félagsins

Aðalfundur Isavia samstæðunnar var haldinn í Reykjanesbæ 22. mars 2023. Við það tækifæri var ársskýrsla Isavia fyrir árið 2022 gefin út og ársuppgjör félagsins fyrir sama tímabil kynnt. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, gerði grein fyrir ársreikningnum. Á aðalfundinum voru stjórn og varastjórn Isavia ohf. kosnar.

Í aðalstjórn eru Kristján Þór Júlíusson, stjórnarformaður, Hólmfríður Árnadóttir, Hrólfur Ölvisson, Jón Steindór Valdimarsson og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir.

Í varastjórn eru Dóra Sif Tynes, Ingveldur Sæmundsdóttir, Sigrún Traustadóttir, Tómas Ellert Tómasson og Valdimar Halldórsson.

Í ársskýrslunni, sem er einungis aðgengileg á netinu, er að finna helstu upplýsingar um rekstur Isavia samstæðunnar á árinu 2022. Þar má finna ársreikning félagsins og árangur þess á síðasta ári. Þar er m.a. fjallað um áherslur Isavia í sjálfbærnimálum – sjálfbærnistefnu og aðgerðaráætlun um framkvæmd hennar.