Hoppa yfir valmynd
19.1.2014
Atvinna: Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs KEF

Atvinna: Framkvæmdastjóri flugvallarsviðs KEF

Leitað er að öflugum stjórnanda í starf sem reynir á samskiptahæfni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð.  Gerð er krafa um háksólamenntun sem nýtist í starfi.

Meðal verkefna framkvæmdastjóra flugvallarsviðs á Keflavíkurflugvelli eru:

  • Að tryggja daglega þjónustu og rekstur flugvallarkerfis í samræmi við lög og reglur um loftferðir
  • Annast áætlanagerð og eftirlit með fjárhag, framkvæmdum og öryggismálum
  • Stjórnun starfsmannamála
  • Hámarka afkomu af eignum sem sviðið hefur til ráðstöfunar

Gildi Isavia eru öryggi, þjónusta og samvinna

Hjá Isavia starfa um 680 manns. Helstu verkefni fyrirtækisins eru umsjón með uppbyggingu og rekstri flugvalla og að veita flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug, jafnt sem millilandaflug, auk yfirflugsþjónustu fyrir Norður-Atlantshafið. Isavia leggur áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.

Nánari upplýsingar:
Þórir Þorvarðarson, [email protected]
Umsóknarfrestur:
Til og með 3.2.2014