Hoppa yfir valmynd
28.6.2021
Aukin flugumferð getur skapað ónæði vegna hljóðs – ábendingakerfi á vef Isavia

Aukin flugumferð getur skapað ónæði vegna hljóðs – ábendingakerfi á vef Isavia

Flugumferð er að aukast á ný á Keflavíkurflugvelli með ríflega 70 farþegavélum sem komu til landsins um nýliðna helgi og um það bil jafnmörgum sem flugu af landi brott á sama tíma. Þá er ótalin önnur starfsemi á vellinum þar sem líf er að færast yfir allan rekstur.

Við hjá Isavia fögnum þessari þróun en gerum okkur um leið grein fyrir því að með aukinni umferð getur myndast ónæði fyrir íbúa í nærsamfélagi flugvallarins. Það er getur stafað af farþegaflugi en einnig vegna loftrýmisgæslu eða annarrar ferðar herþotna líkt og var í síðustu viku þegar tíu bandarískar F18 þotur voru á ferð yfir hafið. Bárust Isavia, Reykjanesbæ og Landhelgisgæslunni og Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja nokkrar athugasemdir íbúa vegna herþotnanna.

Isavia hefur ýmsar aðferðir til hávaðamildunar þar með talið val um á hvaða flugbrautum tiltekin flugför lendi. Veður getur haft þar áhrif, eins og í tilvikinu í síðustu viku þegar brautarval réðst af því hve vindasamt var.

Flugstarfsemi getur skapað hljóðmengun og eru fulltrúar Isavia meðvitaðir um að reyna að lágmarka hana eins og hægt er og upplýsa nærsamfélagið um hljóðvistina í kringum Keflavíkurflugvöll. Isavia hefur sett um hljóðstigsvökunarkerfi á Keflavíkurflugvelli og er hægt að nálgast nánari upplýsingar um hljóðmælingarkerfið, senda inn ábendingar og skoða mælingarnar á vef Isavia.

Í árs- og samfélagsskýrslum Isavia er á hverju ári ítarlega farið yfir stöðu hljóðvistarmála í tengslum við Keflavíkurflugvöll. Þar er greint frá fjölda ábendinga yfir árið sem borist hafa félaginu og farið yfir aðgerðir til að sporna gegn hljóðmengun vegna flugs um völlinn.