Hoppa yfir valmynd
24.1.2020
Aukin samvinna vegna útbreiðslu nýrrar kórónaveiru

Aukin samvinna vegna útbreiðslu nýrrar kórónaveiru

Isavia hefur hafið samræmt samstarf við sóttvarnarlækni, landlæknisembættið og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um viðbrögð vegna aukinnar útbreiðslu nýrrar kórónaveiru.

Kórónaveiran sem um ræðir er alvarleg lungnasýking sem rakin er til Wuhan-borgar í Kína. Tugir hafa látist af völdum hans. Smit hafa greinst í Evrópu.

Viðbragðsáætlun hefur ekki verið virkjuð vegna faraldur kórónuveirunnar. Hins vegar um sú vinna sem nú á sér stað vegna þessa tekur fyrst og fremst til samhæfingar og aukins samráðs. Þá verður leitað upplýsinga frá farþegum hvort þeir hafi komið til Wuhan-borgar í Kína á síðustu 14 dögum eða verið í samskiptum við fólk sem hafi verið þar síðasta hálfa mánuðinn.

Nánari upplýsingar um kórónaveiruna má finna á vef landlæknis.