
Bein útsending - Morgunfundur um framtíð innanlandsflugs
Isavia býður til morgunfundar um framtíð innanlandsflugs á Íslandi þann 16. janúar kl 8:30 - 10:00 á Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á isavia.is. Á fundinum verður fjallað um mikilvægi innanlandsflugs sem hluta af almenningssamgöngukerfinu. Spurt er hvort núverandi kerfi sé komið að þolmörkum og rætt um þá sýn sem hagaðilar hafa á kerfið nú og til framtíðar.
Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu.
DAGSKRÁ:
Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia setur fundinn.
iNNANLANDSFLUG - TÆKIFÆRI EÐA VANDAMÁL?
Jón Karl Ólafsson framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia
MIKILVÆGI INNANLANDSFLUGS FYRIR BYGGÐIR LANDSINS
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
HAGKVÆMUR KOSTUR Í KREFJANDI UMHVERFI
Grímur Gíslason forstöðumaður sölu - og markaðssviðs Air Iceland Connect
Fyrirspurnir úr sal