
Bein útsending frá morgunfundi Isavia um farþegaspá 2017
Isavia boðar til morgunfundar þann 23. nóvember næstkomandi í Þingsölum á Hótel Reykjavik Natura kl. 8:30. Á fundinum verður kynnt farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2017, farið yfir framkvæmdir á flugvellinum og þróun ferðaþjónustunnar í nánustu framtíð. Í spánni kemur m.a. fram að meiri aukning ferðamanna verður yfir vetrartímann en áður hefur verið. Það staðfestir að ferðaþjónustan á Íslandi er orðin að heilsársatvinnugrein.
Dagskrá:
Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia ávarpar fundinn
Farþegaspá 2017
– Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Viðskiptasviðs Keflavíkurflugvallar.
Fjárfestingar og framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli 2017
– Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri Tækni og eignasviðs Keflavíkurflugvallar.
Fyrirspurnir úr sal
Í miklum meðbyr getur verið ókyrrð
– Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF
Lokaorð
– Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia
Boðið verður upp á kaffi og létta morgunhressingu.