Hoppa yfir valmynd
7.10.2015
Beint flug á milli London og Egilsstaðaflugvallar

Beint flug á milli London og Egilsstaðaflugvallar

Í dag var tilkynnt um beint flug á milli London Gatwick og Egilsstaðaflugvallar. Flogið verður tvisvar í viku og er fyrsta flug 28. maí 2016. Ferðaskrifstofan Discover the World skipuleggur flugið. Tilkynnt var um flugið á fundi sem haldinn var á Egilsstaðaflugvelli. Það hefst eins og fyrr segir 28. maí 2016 og stendur til 24. september 2016, með möguleika á vetrarflugi ef vel tekst til.