Hoppa yfir valmynd
19.11.2014
Beint flug frá Akureyri til Tyrklands

Beint flug frá Akureyri til Tyrklands

Norræna ferðaskrifstofan Nazar mun bjóða upp á fjögur bein flug frá Akureyrarflugvelli til Antalya í Tyrklandi á næsta ári. Um er að ræða tímabilið 30. september til 21. október og verður flogið vikulega, nánar tiltekið á miðvikudögum. Nazar sérhæfir sig í „allt innifalið“ ferðum fyrir fjölskylduna frá Norðurlöndunum til Tyrklands og vinna nú með Markaðsstofu Norðurlands við að kynna ferðirnar. Sala er hafin á www.nazar.is. 
 
Hjördís Þórhallsdóttir, umdæmisstjóri á Akureyrarflugvelli er ánægð með að áætluð séu millilandaflug frá Akureyri á næsta ári: 
 
„Við á Akureyrarflugvelli erum hæstánægð með þessa niðurstöðu enda hefur Isavia unnið að því að auka millilandaflug á landsbyggðinni og styðja þar með við ferðaþjónustuna úti á landi.“