Hoppa yfir valmynd
27.7.2016
Bilun kom upp í fluggagnakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík

Bilun kom upp í fluggagnakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík

Klukkan 13:40 í dag miðvikudag kom upp bilun í fluggagnakerfi í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Strax var farið að vinna eftir gátlista og hafin vinna við að koma tölvukerfinu upp á nýjan leik. Samkvæmt gátlista var lokað fyrir umferð inn í svæðið og aðeins afgreidd sú umferð sem þegar var inni í svæðinu. Þó nokkuð af flugvélum sem stefndu inn í svæðið þurftu að breyta af leið vegna þessa auk þess sem brottförum frá Keflavíkurflugvelli hefur seinkað. Tölvukerfið er nú komið upp og unnið er að því að koma starfseminni aftur í venjulegt horf. 
 
Uppfært kl. 18:58: Vegna bilunarinnar var engri umferð bætt inn í íslenska flugstjórnarsvæðið á milli 14:00-16:00. Klukkan 16:00 var umferð hleypt inn í svæðið með takmörkunum til að byrja með en um 18:00 var starfsemin aftur komin í eðlilegt horf.