Hoppa yfir valmynd
4.11.2021
Breytingar á farangurskerfi flugvallarins

Breytingar á farangurskerfi flugvallarins

Þótt ferðaþjón­ust­an eigi enn eft­ir að ná vopn­um sín­um er handa­gang­ur flest­um stund­um í Leifs­stöð. Í sept­em­ber fóru ríf­lega 326 þúsund manns um völl­inn.

Og það var sann­ar­lega líf í tusk­un­um þegar blaðamann og ljós­mynd­ara bar að gerði ný­verið. Þar tók á móti okk­ur Mar­en Lind Más­dótt­ir, for­stöðumaður mann­virkja og innviða hjá Isa­via, fé­lags­ins sem á og rek­ur flug­völl­inn.

Á henn­ar herðum hvíl­ir nú stórt og flókið verk­efni sem felst í að upp­færa far­ang­ur­s­kerfi vall­ar­ins. Er það aðkallandi verk þar sem ný Evr­ópu­reglu­gerð kall­ar á end­ur­nýj­un svo­kallaðra gegnum­lýs­ing­ar- og sprengju­leit­ar­véla sem ætlað er að tryggja ör­yggi farþega og véla sem taka á loft frá flug­vell­in­um á Miðnes­heiði.

Útskipti í lif­andi um­hverfi

„Það sem ger­ir verk­efnið mjög flókið eru nýju tæk­in og út­skipti þeirra í lif­andi um­hverfi, en tæk­in koma frá Smits Detecti­on sem er leiðandi fyr­ir­tæki á heimsvísu í fram­leiðslu ör­ygg­is­búnaðar af þessu tagi, en tæk­in eru tölu­vert um­fangs­meiri en þau sem fyr­ir eru.“

Fréttin birtist á vef mbl.is - sjá nánar hér