Hoppa yfir valmynd
1.3.2017
Breytingar á NOTAM útgáfu

Breytingar á NOTAM útgáfu

Breytingar verða gerðar á NOTAM útgáfu í apríl næstkomandi. Nýrri númeraröð verður bætt við og C-númeraröð verður send út á ensku.

Nýtt fyrirkomulag á útgáfu NOTAM verður tekið í notkun þann 27. apríl 2017. Bætt verður við nýrri NOTAM-númeraröð, B-númeraröð. Númeraröðin mun innihalda upplýsingar fyrir flugvelli og lendingarstaði á Íslandi sem hafa blindaðflug að frátöldum alþjóðaflugvöllunum (BIKF, BIRK, BIAR og BIEG). Númeraröðin mun einnig innihalda upplýsingar varðandi fjarskipti, leiðsöguvirki og leiðsöguaðvaranir. B- númeraröðin verður á sama sniðmáti og A-númeraröðin sem er í notkun í dag.

C-númeraröð verður einnig breytt. Verður hún gefin út á ensku og sett á sama sniðmát og A-númeraröð. Færri flugvellir og lendingarstaðir verða í C-númeraröð þar sem flugvellir og lendingarstaðir með blindaðflug færast yfir í B-númeraröð.

Með nýrri NOTAM númeraröð geta viðskiptavinir haft meira val um hvaða upplýsingar henta þeim og einnig verður meira samræmi á NOTAM útgáfu, þar sem allar númeraraðirnar verða með sama sniðmáti og á sama tungumáli.

Nánari upplýsingar má finna í upplýsingarbréfi AIC A 001/2017 í AMDT 001/2017