Hoppa yfir valmynd
1.2.2024
Change Group kemur sér fyrir í flugstöðinni

Change Group kemur sér fyrir í flugstöðinni

Í febrúar tekur Change Group við fjármálaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Í mánuðinum mun fyrirtækið setja upp tvær gjaldeyrisskiptastöðvar á flugvellinum og gjaldeyrishraðbanka víða um flugstöðina. Í innritunarsalnum er búið að opna rými fyrir endurgreiðslu virðisaukaskatts.

Á meðan á framkvæmdum stendur verður ekki hægt að eiga viðskipti með gjaldeyri. Afsakið ónæðið og takk fyrir skilninginn.

ChangeGroup er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjármálaþjónustu á alþjóðaflugvöllum. Fyrirtækið var áður með samskonar rekstur í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli á tíunda áratug síðustu aldar og snýr því aftur í flugstöðina í mánuðinum.

Við þökkum sýndan skilning og þolinmæði á meðan á framkvæmdum stendur.