Hoppa yfir valmynd
25.5.2021
Covid skimun færð til á Keflavíkurflugvelli

Covid skimun færð til á Keflavíkurflugvelli

Covid-19 skimunarstöð heilbrigðisyfirvalda á Keflavíkurflugvelli og vottorðaskoðun landamæralögreglu hafa verið færðar úr landamærasal og af fyrstu hæð suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í nýja aðstöðu á bílastæðinu fyrir utan komusal flugstöðvarinnar og á borð inn í komusalnum.

Nýja aðstaðan er tvískipt eins og áður, þ.e. vottorðaskoðun annars vegar og skimun vegna Covid hins vegar.

Vottorðaskoðun lögreglunnar fer nú fram í komusal þar sem búið er að koma fyrir innritunarborðum.

 

Covid-19 skimun heilsugæslunnar er staðsett í níu gámabyggingum sem eru á skammtímabílastæðinu fyrir utan komusalinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.