Hoppa yfir valmynd
9.5.2016
Delta flýgur allt árið til New York

Delta flýgur allt árið til New York

Flugfélagið Delta sem flogið hefur á milli Keflavíkurflugvallar og New York yfir sumartímann síðan árið 2011 en hefur nú ákveðið að starfrækja leiðina allt árið um kring. Flogið verður fjórum sinnum á viku yfir vetrartímann en átta sinnum yfir sumarið. Að auki hefur félagið tilkynnt um að það muni hefja flug frá Keflavík til Minneapolis. Flogið verður daglega yfir sumartímann.

Keflavíkurflugvöllur er eini flugvöllurinn á Norðurlöndunum þar sem Delta hefur starfsemi og það eru miklar gleðifréttir fyrir Isavia að hún fari vaxandi. Samstarfið við flugfélagið hefur verið mjög gott og er aukning starfseminnar til marks um vaxandi áhuga Bandaríkjamanna á Íslandi.