Hoppa yfir valmynd
12.11.2023
Drónabann við Grindavík

Drónabann við Grindavík

Vegna líklegs eldgoss í nálægð við Grindavík hefur Samgöngustofa, að beiðni Lögreglustjórans á Suðurnesjum, útfært bann á drónaflugi og sjónflugi innan svæðis sem markast af eftirfarandi hnitum:

635621N0222218W

635440N0221323W

634641N0222232W

634902N0223533W

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum er drónaflug bannað á svæðinu til að tryggja öryggi og svigrúm fyrir tafarlaust vísindaflug, svo og aðrar aðkallandi aðgerðir sem kann að þurfa að grípa til með litlum fyrirvara. Er bannið sett með vísan til 12. gr. í reglugerð um starfrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017.

Drónaflug á vegum Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar er undanþegið. Bannið hefur þegar tekið gildi og gildir til miðnættis 29. nóvember næstkomandi.