Hoppa yfir valmynd
8.3.2024
EasyJet bætir við áfangastað til Parísar

EasyJet bætir við áfangastað til Parísar

Breska flugfélagið easyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavíkurflugvelli til París ORY í Frakklandi. Fyrsta flugið verður 3. september 2024 og mun easyJet fljúga tvisvar sinnum í viku í vetur. Miðasalan er nú þegar hafin.

París verður þar með sjöundi áfangastaður easyJet frá Keflavíkurflugvelli í vetur, auk Bristol, Edinborgar, London Gatwick, London Uton, Manchester og Mílan.

„Við erum virkilega ánægð með að easyJet hafi ákveðið að bæta við nýjum áfangastað frá Keflavíkurflugvelli. Það segir okkur hversu vinsæll áfangastaður Ísland er fyrir ferðamenn. Við erum spennt að taka á móti gestum easyJet frá París síðar á árinu,“ segir Grétar Már Garðarsson, forstöðumaður flugfélaga og leiðaþróunar hjá Isavia.