Hoppa yfir valmynd
8.7.2015
easyJet bætir við níunda áfangastað sínum frá Keflavíkurflugvelli

easyJet bætir við níunda áfangastað sínum frá Keflavíkurflugvelli

Flugfélagið easyJet hefur tilkynnt að í vetur muni það hefja flug milli Keflavíkurflugvallar og London Stansted. Flogið verður tvisvar í viku yfir vetrartímann og bætist þannig við núverandi áfangastaði flugfélagsins frá Íslandi til Bretlands en þeir eru: London Gatwick, London Luton, Bristol, Edinborg, Manchester og Belfast.

easyJet flytur yfir 66 milljón farþega á ári og fljúga yfir 12 milljónir þeirra vegna viðskipta. easyJet flýgur meira en 230 flugvélum til yfir 750 flugleiða á meira en 130 flugvelli í 33 löndum.

Ali Gayward, viðskiptastjóri easyJet:

“Við erum ánægð með þessa nýju áætlunarleið til Íslands. Íslensku áætlunarleiðirnar okkar hafa verið vinsælar bæði á veturna og sumrin en veturnir eru einkum vinsælir vegna töfrandi landslags og ótrúlegrar náttúru Íslands. Með því að bæta við starfsemi okkar milli London og Reykjavíkur sýnum við að við ætlum okkur að gera ferðalög auðveldari og viðráðanleg í verði, bæði fyrir fólk sem ferðast sér til skemmtunar og einnig vegna viðskipta á Íslandi. Það er aukin eftirspurn eftir bæði styttri og lengri ferðum til Íslands og hvora leiðina sem farþegar kjósa, getum við búið til jákvæða upplifun fyrir bæði breska og íslenska farþega.”

Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia:

“Það eru frábærar fréttir að easyJet sé að fjölga flugleiðum sínum, til og frá Keflavíkurflugvelli, með þessari nýju vetrarleið frá London Stansted. Flugfélagið hefur verið að fjölga leiðum sínum til Keflavíkur og við erum sérstaklega ánægð með fjölgun easyJet farþega svo þeir geti notið íslenska vetursins.“