Hoppa yfir valmynd
4.8.2022
Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Eldgos hófst á Reykjanesskaga í gær, miðvikudaginn 3. ágúst. Gosið er tilgreint sem hraungos og lítil sem engin aska liggur af því að svo stöddu. Litakóði Veðurstofunnar vegna flugs var fært upp í rautt þegar gosið hófst en var svo lækkaður niður í appelsínugulan stuttu síðar. Hægt er að kynna sér upplýsingar um litakóðana hér. Engin röskun hefur orðið á flugi vegna eldgossins.

Flugrekendur byggja ákvörðun sína um áframhaldandi flug á öskuspár Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila. Upplýsingar um flug sem uppfært er af flugrekendum má finna á vef flugvalla og hjá flugfélögunum. Flug hefur verið samkvæmt áætlun á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugvöllum á Íslandi frá því gosið hófst.

Vert er að taka fram að bannað er að fljúga drónum í meira en 120 metra hæð en nánari upplýsingar um flug dróna á svæðinu er hægt að nálgast á vef Samgöngustofu.