Hoppa yfir valmynd
19.12.2023
Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hafið á Reykjanesi

Eldgos hófst á Reykjanesi kl. 22:17 mánudagskvöldið 18. desember 2023. Upplýsingar um gosið má finna á vef Veðurstofu Íslands og vef Almannavarna.

Starfsemi Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkurflugvallar er með hefðbundnum hætti og vellirnir opnir.

Isavia fylgist vel með þróun mála. Farþegar eru hvattir til að fylgjast með áætlunum flugfélaganna á vef Keflavíkurflugvallar og vef Reykjavíkurflugvallar.