Hoppa yfir valmynd
20.3.2021
Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Eldgos hófst á Reykjanesskaga föstudagskvöldið 19. mars, nánar tiltekið í Geldingadal nærri Fagradalsfjalli. Gosið er lítið hraungos og lítil aska sem liggur frá því. Litakóði Veðurstofunnar vegna flugs fór í rautt fyrst eftir að eldgosið hófst en var hann lækkaður í appelsínugulan morguninn eftir.

Flugrekendur byggja ákvörðun sína um áframhaldandi flug á öskuspár Veðurstofu Íslands og samstarfsaðila. Upplýsingar um flug sem uppfært er af flugrekendum má finna á vef flugvalla og hjá flugfélögunum. Flug hefur verið samkvæmt áætlun á Keflavíkurflugvelli og innanlandsflugvöllum á Íslandi frá því gosið hófst.