
Eldgos hefur ekki lengur áhrif á flugumferð
Veðurstofa Íslands hefur lækkað viðbúnaðarstig vegna flugumferðar vegna eldgoss frá rauðu og niður á appelsínugult stig. Eldgosið hefur ekki lengur áhrif á flugumferð og skilgreindu svæði sem takmarkar flugumferð hefur því verið aflýst. Áfram er í gildi haftasvæði sem Samgöngustofa lét gefa út sem nær í 3. sjómílna radíus frá eldstöðinni og upp í 5.000 fet yfir jörð sbr. meðfylgjandi mynd. Svæðið er lokað fyrir öllu flugi nema könnunarflugi Landhelgisgæslunnar.