Hoppa yfir valmynd
21.5.2011

Eldgos í Grímsvötnum

Í kvöld hófst eldgos í Grímsvötnum. Þegar eldgos hefst á Íslandi er farið eftir fyrirfram ákveðnum áætlunum, vegna þessa hefur Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík sett á flugbann í 120 sjómílna radíus yfir eldstöðinni.  Flugbannið þýðir að ekki eru gefnar heimildir inn á svæðið sem lokað er, um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir um gosmökkinn verður þetta bannsvæði endurskoðað.Vert er að geta þess að fagaðilar sem í kvöld flugu yfir eldstöðina vilja vara flugmenn við að fara of nálægt eldstöðinni vegna eldglæringa í öskustróknum. Tilkynning til flugmanna (Notam) vari gefin út fyrr í kvöld, þar koma fram þær upplýsingar sem vitað er um eldgosið.     

Öskuspá fyrir næstu sex klukkutímana hefur verið gefin út af VAAC. Hér er hægt að nálgast öskudreifingaspánna.