Hoppa yfir valmynd
25.2.2022
Engar sóttvarnareglur á landamærum Íslands

Engar sóttvarnareglur á landamærum Íslands

Allar sóttvarnareglur vegna Covid-19 hafa verið felldar úr gildi á landamærum Íslands, óháð bólusetningarstöðu ferðamanna. Þá hefur sóttvarnaraðgerðum verið aflétt að fullu á Íslandi. 

Sóttvarnareglur hafa einnig verið felldar úr gildi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á innanlandsflugvöllum. Farþegar eru ekki beðnir sérstaklega um að nota grímur í flugstöðinni eða á farþegasvæðum, en geta að sjálfsögðu gert það ef þeir kjósa svo. Hægt er að nálgast spritt áfram í flugstöðinni. 

„Við hjá Isavia erum spennt fyrir komandi sumri,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. „Samkvæmt upplýsingum frá samstarfsaðilum okkar er áhugi á Íslandi sem áfangastað mikill og bókunarstaða gefi ástæðu til bjartsýni.“ 

Sem fyrr eru farþegar hvattir til að sýna hver öðrum tillitssemi og gæta að almennu hreinlæti, til varnar fyrir sjálfa sig og aðra. 

Upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir í flugi er hægt að nálgast hjá flugfélögunum.