Hoppa yfir valmynd
21.6.2016
ENGIN FLUGLEIÐSÖGUÞJÓNUSTA Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI FRÁ 21-07

ENGIN FLUGLEIÐSÖGUÞJÓNUSTA Á REYKJAVÍKURFLUGVELLI FRÁ 21-07

Engin flugleiðsöguþjónusta verður í flugturninum á Reykjavíkurflugvelli frá 21 í kvöld, 21. júní til 07 í fyrramálið, 22. júní. Forföll eru á næturvakt í flugturninum og ekki hefur tekist að fá afleysingu. Vegna þessa verður ekkert flug um flugvöllinn yfir þetta tímabil. Notendum flugvallarins er bent á að nota Keflavíkurflugvöll.