Hoppa yfir valmynd
19.2.2013
Enn bætast flugfélög við í sumaráætlun á Keflavíkurflugvelli

Enn bætast flugfélög við í sumaráætlun á Keflavíkurflugvelli

Spænska flugfélagið Vueling Airlines sem nýlega kynnti áform um að fljúga til Íslands frá Barcelona í sumar hefur fengið afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Félagið hyggst fljúga til landsins að næturlagi með brottför frá Keflavík kl. 1:25 og 1:40 á þriðjudögum og föstudögum frá 20. júní til 17. september.

Vueling er umsvifamikið lággjaldaflugfélag sem flýgur m.a. til 100 áfangastaða í Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum frá Barcelona.