Hoppa yfir valmynd
14.5.2010

Enn röskun vegna ösku frá Eyjafjallajökli

Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli hefur loftrýminu yfir Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli verið lokað.  Samkvæmt spám áttu röskun á flugi að verða snemma í morgun en það breyttist og því var ekki hægt að fljúga til og frá flugvöllunum upp úr klukkan eitt í nótt.

Flugvélar frá Ameríku lentu á Akureyrarflugvelli í nótt þar sem ekki var hægt að lenda í Keflavík.

Næsta öskufallsspá kemur upp úr hádegi.