
Eurovision hópurinn sendur út með pompi og prakt
Það var mikil gleði og stemning á vellinum í nótt þegar Diljá og íslenska Eurovision-teymið lögðu af stað til Liverpool á Bretlandi.

Lúðrasveit Þorlákshafnar spilaði vel valin lög þegar hópurinn gekk inn í vél til að tryggja að þau fari út í dúndrandi stuði að keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision.


Við á Keflavíkurflugvelli erum þakklát fyrir að hafa fengið að taka þátt í að senda Eurovision hópinn út. Við getum ekki beðið eftir að sjá Diljá syngja sig inn í hug og hjörtu Evrópu.
