Hoppa yfir valmynd
13.7.2021
Farþegar hvattir til að mæta fyrr

Farþegar hvattir til að mæta fyrr

Síðustu daga hafa á ákveðnum tímum dags myndast langar raðir í innritun í flug frá Keflavíkurflugvelli. Er það vegna þess að starfsfólk á vegum flugfélaganna, sem annast innritun, þarf samkvæmt reglum hvers erlends ríkis fyrir sig að skoða PCR próf og bólusetningarvottorð farþega áður en hægt er að innrita þá í flug.

Viljum við á Keflavíkurflugvelli taka undir með Icelandair og öðrum flugfélögum á vellinum og hvetja farþega til að mæta snemma í flug til að forðast raðamyndun og aukinn biðtíma. Fyrir morgunflug er öryggisleit í flugstöðinni opin frá kl. 4:10 á morgnana. Því er hægt að mæta um þremur klukkustundum fyrir brottför í innritun.

Til þess að auðvelda farþegum að afla sér nauðsynlegra upplýsinga fyrir ferðalagið hefur Icelandair opnað sérstaka vefsíðu um ferðatakmarkanir og sóttvarnarkröfur á áfangastöðum sem auðveldar farþegum að undirbúa ferðalagið sitt.

Við hjá Isavia, í samvinnu við flugfélögin á vellinum og alla þjónustuaðila, viljum tryggja að ferðalag farþega verði sem þægilegast og því hvetjum við alla til að mæta fyrr til að forðast raðamyndun.