
FARÞEGAR OG FRAMTÍÐIN - MORGUNFUNDUR ISAVIA
Isavia býður til morgunfundar miðvikudaginn 30. maí kl. 8.30 á Hilton Reykjavik Nordica. Þar verður fjallað um farþegaþróun á Keflavíkurflugvelli, áskoranir í ferðamennsku á Íslandi og framtíðaruppbyggingu Keflavíkurflugvallar.
Boðið verður upp á létta morgunhressingu í upphafi fundar.
Dagskrá:
— Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia, ávarpar fundinn
Ferðasumarið 2018 og farþegaþróun á Keflavíkurflugvelli
— Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli
Hefur ferðaþjónustan náð flughæð?
— Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Af stað inn í framtíðina - Uppbygging Keflavíkurflugvallar
— Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs Isavia á Keflavíkurflugvelli
Fundarstjóri: Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia.