Hoppa yfir valmynd
7.9.2021
Farþegum fjölgar en óvissa áfram vegna aðgerða á landamærum

Farþegum fjölgar en óvissa áfram vegna aðgerða á landamærum

Nærri 900 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í sumar. Enn er þó töluvert í að umferðin nálgist þann fjölda sem ferðaðist um flugvöllinn árið 2019, fyrir Covid-19 faraldurinn. Þá fóru tæplega 2,5 milljónir farþega til og frá Keflavíkurflugvelli í júní, júlí og ágúst það ár.

 

 

Júní

Júlí

Ágúst

Samtals

Brottfarir

 

56.165

140.972

172.415

 

Komur

 

65.088

155.317

169.155

 

Tengi

 

14.586

51.240

73.006

 

Samtals

 

135.839

347.529

414.576

897.944

Breyting 20/21

 

363%

164%

209%

204%

Breyting 19/20

 

-83%

-59%

-51%

-64%

 

„Það eru þó blikur á lofti,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia. „Sætanýting hefur verið stigvaxandi framan af í sumar en við sjáum að það er farið að draga úr eftirspurn. Það er erfitt að draga aðra ályktun en þá að þarna séum við að sjá beina afleiðingu af hörðum, viðvarandi og síbreytilegum sóttvarnaraðgerðum á landamærunum.“

Flugfélög um allan heim hafa á síðustu vikum verið að leggja lokahönd á áætlanir sínar fyrir komandi vetur og næsta ár.

„Það eru 15 flugfélög sem ætla að fljúga um Keflavíkurflugvöll í vetur eins og horfurnar eru núna,“ segir Guðmundur Daði. „Það getur hæglega breyst, m.a. ef aðgerðir á íslensku landamærunum verða áfram harðari en annars staðar og þar af leiðandi harðari en á flugvöllum sem við erum helst í samkeppni við. Þessu til viðbótar benda samtöl okkar við talsmenn flugfélaga til þess að takmarkanir á landamærum dragi úr ferðavilja fólks og það hefur áhrif á áfangastaðinn Ísland.“

Guðmundur Daði bendir á að 17 flugfélög hafi flogið um Keflavíkurflugvöll veturinn 2019/2020. Fjöldi áætlaðra félaga í vetur sé nokkuð nærri því. „Ísland er í dauðafæri að vinna sig hratt út úr efnahagslægð faraldursins en þá þarf að halda rétt á spöðunum. Flugtengingar eru mikilvægar fyrir hagkerfið allt og þær gætu tapast.“