Hoppa yfir valmynd
3.1.2012

Fjölbreytt og áhugaverð framtíðarstörf

Isavia ohf. óskar eftir að ráða kraftmikla og áhugasama starfsmenn á Egilsstaðaflugvöll.

Störfin felast m.a. í eftirliti og viðhaldi með flugvallarmannvirkjum, flugbrautum, vélbúnaði og tækjum, björgunar- og slökkviþjónustu, flugverndargæslu, umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna sem og önnur störf tengd rekstri flugvallarins.

Menntunar og hæfniskröfur:
• Meirapróf er skilyrði.
• Reynsla af snjóruðningi,hálkuvörnum og slökkvistörfum er kostur.
• Iðnmenntun t.d. bifvélavirkjun/vélvirkjun sem nýtist í starfi sem og vinnuvélapróf eru einnig mikilvægur kostur.
• Haldgóð kunnátta í ensku, ásamt grunn tölvukunnáttu er æskileg.

Umsækjandi þarf að hafa lipra og þægilega framkomu, eiga auðvelt með að vinna undir álagi, sýna af sér frumkvæði í starfi, vera skipulagður í verkum sínum og áhugasamur. Hann þarf að vera heilsuhraustur og kröfur eru gerðar til líkamlegs atgerfis.

Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs aðhaftasvæði flugverndar.

Þjálfun:
Isavia mun sjá umsækjendum fyrir þeirri þjálfun sem nauðsynleg er vegna viðkomandi starfa.

Umsóknir
Upplýsingar um störfin veitir Richarður Þór Ásgeirsson, verkefnastjóri í síma 424-4235 eða á netfangi [email protected]. Umsóknarfrestur er til 11. janúar. Umsóknareyðublöð má finna á www.isavia.is/atvinna. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um.