Hoppa yfir valmynd
8.2.2014
Fjöldi fólks á Mid Atlantic

Fjöldi fólks á Mid Atlantic

Isavia og Fríhöfnin voru með bás á Mid Atlantic kaupstefnunni sem Icelandair hefur haldið síðastliðin 22 ár. Á stefnunni kemur saman fjöldi ferðaþjónustuaðila frá Norður-Ameríku og Evrópu. Mikill fjöldi leit við á bás Isavia sem helgaður var Keflavíkurflugvelli og Fríhöfninni. Gestum var boðið að smakka íslenskar veitingar sem fást í Fríhöfninni auk þess sem þeir hjálpuðu til við að byggja nafnspjaldabrú milli Ameríku og Evrópu. Um kvöldið var svo dregið úr nafnspjöldunum sem söfnuðust og fjórir heppnir fengu glæsilega vinninga.