Hoppa yfir valmynd
1.2.2016
Flugan – innri vefur Isavia valinn besti íslenski innri vefurinn 2015

Flugan – innri vefur Isavia valinn besti íslenski innri vefurinn 2015

Á föstudaginn sl. hlaut Flugan – innri vefur Isavia íslensku vefverðlaunin 2015 í flokknum "Besta þjónustusvæði starfsmanna". Fimm innri vefir voru tilnefndir í þessum flokki, innri vefir Starfsmenntar Garðabæjar, Reykjavíkurborgar og Símans.

Flugan er samskiptavettvangur og upplýsingamiðill þar sem fyrirtækið getur komið upplýsingum til starfsfólks en er einnig samfélagsmiðill þar sem starfsmenn geta deilt efni og upplýsingum, skráð sig á viðburði og tjáð sig almennt. Isavia auk dótturfélaga u.þ.b. 1300 manna vinnustaður dreift um alla flugvelli landsins auk flugstjórnarmiðstöðvar. Því er vefurinn afar mikilvægur er varðar gott upplýsingaflæði þar sem starfsfólk getur sameinast á einum stað. Mikil vinna og ítarlegur undirbúningur var lagður í verkefnið og starfsfólk verið mjög virkt á vefnum frá fyrsta degi.

Það er því mikill heiður að hljóta verðlaunin og má með sanni segja að við höfum slegið margar flugur í einu höggi!

Starfsfólk markaðs- og mannauðsdeildar Isavia á verðlaunaafhendingu Íslensku vefverðlaunanna sem SVEF - Samtök vefiðaðarins stóð að 29. janúar. Frá vinstri, Heiðar Örn Arnarson, vefstjóri, Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi, Brynja Björk Garðarsdóttir verkefnastjóri í markaðsdeild, Gunnar Sigurðsson markaðsstjóri og Hafdís Viggósdóttir, verkefnastjóri í mannauðsdeild.