Hoppa yfir valmynd
21.1.2016

Flugan nýr innri vefur Isavia tilnefnd til vefverðlauna

Flugan, nýr innri vefur Isavia og dótturfélaga, hefur verið tilnefnd til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum þjónustusvæði starfsmanna. Á Flugunni hefur starfsfólk aðgang að öllum helstu kerfum sem notuð eru við dagleg störf, öfluga fréttaveitu auk þess sem vefurinn er innanhúss samfélagsmiðill þar sem allir starfsmenn geta deilt myndum og fréttum, lækað og kommentað. Hjá Isavia og dótturfélögum starfa um 1200 manns á yfir tuttugu stöðum um allt land. Öflugur innri vefur er því gríðarlega mikilvægur til þess að sameina allt starfsfólk. Við erum mjög stolt af þessari tilnefningu og einnig ánægð með hvað starfsfólk hefur tekið nýja vefnum vel. Við teljum okkur svo sannarlega hafa náð að slá margar flugur í einu höggi!

Íslensku vefverðlaunin verða veitt 29. janúar næstkomandi í Gamla bíó. Tilnefningar til verðlaunanna er að finna hér: http://topp5.vefverdlaun.is/