
Flugdagurinn á Reykjavíkurflugvelli
Flugdagur Flugmálafélags Íslands í samstarfi við Isavia og Icelandair verður haldinn á Reykjavíkurflugvelli 24. maí næstkomandi við Hótel Natura (Loftleiðir). Á flugdeginum verða ýmsar gerðir flugvéla til sýnis, sýningarflug fer fram, listflug, fisflug og fallhlífarstökk.
Happdrætti verður á staðnum með glæsilegum vinningum frá Norðurflugi, Flugfélagi Íslands og Flugfélaginu Erni!
Komið og njótið glæsilegrar flugsýningar með okkur. Aðgangur er ókeypis!
Dagskráin er eftirfarandi:
12:00 Sýningarsvæði opnar, stórar og smáar flugvélar til sýnis
13:00 - 13:30 Listflug Magnúsar Norðdahl á TF-ABC, Piper Cub hópflug, Landhelgisgæslan og
þyrluflug NorðurflugsLandhelgisgæslan og þyrluflug Norðurflugs
13:30 – 14:00 Módelflug, One design listflug, fallhlífarstökk, listflug Ingólfs Jónssonar,
Yaka hópflug og listflug á svifflugu
14:00-14:30 Fisflug, paramótorflug, listflug Kristjáns Þórs Kristjánssonar,
listflug Magnúsar Norðdahl, listflug Gennady Elfimov,listflug Magnúsar Norðdahl,
listflug Gennady Elfimov, sýningarflug á Þristinum, Yfirflug á Fokker 50 og sýningarflug
á Boeing 757 Icelandair
15:30 Sýningarsvæði lokar
Sindri Sindrason fréttamaður á Stöð 2 tók í síðustu viku viðtal og flaug með Magnúsi Norðdahl, hinum síunga 86 ára listflugmanni en Magnús verður einn af listflugmönnunum sem mun fljúga á Flugdeginum á morgun.