Hoppa yfir valmynd
24.5.2012
Flugdegi frestað til mánudagsins 28. maí

Flugdegi frestað til mánudagsins 28. maí

Vegna óhagstæðs veðurs hefur flugdeginum sem halda átti 26. maí verður frestað til 28. maí, annars í hvítasunnu. Dagskrá er óbreytt. Hér að neðan eru nánari upplýsingar.

Mánudaginn 26. maí heldur Flugmálafélag Íslands í samstarfi við Isavia flugdag á Reykjavíkurflugvelli. Sýningarsvæðið er við Hótel Natura (áður Loftleiðir) og opnar það klukkan 12:00. Klukkan 13:00 hefst vegleg flugsýning sem stendur til 15:00. Sýningarsvæðið lokar klukkan 15:30.

Í tilefni af 75 ára afmæli Icelandair hefur Catalina flugbátur verið fluttur til landsins og mun hann taka þátt í sýningunni. Einnig taka þátt listflugvélar, Boeing 757 farþegaþota, þyrlur, fis, þyrla Landhelgisgæslunnar og fjöldi annarra loftfara.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.