Hoppa yfir valmynd
7.1.2020
Flugi um Keflavíkurflugvöll og innanlandsflugvelli aflýst vegna veðurs

Flugi um Keflavíkurflugvöll og innanlandsflugvelli aflýst vegna veðurs

Röskun verður á flugi til og frá Keflavíkurflugvelli þriðjudaginn 7. janúar og fram eftir morgni miðvikudaginn 8. janúar vegna veðurs. Allmörgum flugferðum hefur verið aflýst. Þá hefur öllu innanlandsflugi einnig verið aflýst þriðjudaginn 7. janúar.

Farþegar eru hvattir til að fylgjast með upplýsingum um flugtíma á vef Isavia eða hjá viðkomandi flugfélögum. Hægt er að skrá sig fyrir flugtilkynningum um komur og brottfarir á Keflavíkurflugvelli á www.kefairport.is og fá þær með Messenger, Twitter eða í tölvupósti.