Hoppa yfir valmynd
18.8.2016
Flugleiðum fjölgar á Keflavíkurflugvelli

Flugleiðum fjölgar á Keflavíkurflugvelli

Framboð flugleiða á Keflavíkurflugvelli er áfram að aukast, en bæði Norwegian og Finnair hafa tilkynnt um að félögin hyggist bæta við flugleiðum til og frá Keflavíkuflugvelli. Norwegian tilkynntu í gær að félagið myndi hefja flug frá London Gatwick til Keflavíkur frá 30. október næstkomandi. Félagið mun fljúga þrisvar í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum og er um heilsárs flugleið að ræða. Finnair tilkynntu svo í dag að félagið hyggst fljúga frá flugvellinum í Helsinki til Keflavíkur frá og með 11. apríl og til 28. október 2017. Mun félagið fljúga fjórum sinnum í viku. 
 
Nánari upplýsingar um flugin sem í boði eru má finna á vefsíðum flugfélagnna, www.finnair.com og www.norwegian.com.