Hoppa yfir valmynd
24.9.2010

Flugslysaæfing á Bíldudalsflugvelli

Á morgun, laugardaginn 25. september stendur Isavia, í samstarfi við viðbragðsaðila sunnanverðum Vestfjörðum og svonefndum ráðgjafahóp, fyrir flugslysaæfingu á Bíldudalsflugvelli.  Æfð verða viðbrögð í kjölfar þess að farþegaflugvél hlekkist á við lendingu á flugvellinum.  Á hverju ári stendur Isavia fyrir 2-4 flugslysaæfingum, undirbúningur fyrir æfinguna á morgun hefur staðið yfir síðan um mitt sumar. Á þeim tíma hefur  m.a. verið unnið að endurskoðun flugslysaáætlunarinnar, fræðslu og þjálfun viðbragðsaðila á svæðinu.   

Tilgangur æfingarinnar er að æfa samhæfð viðbrögð allra hluteigandi aðila á svæðinu og sannreyna virkni flugslysaáætlunar fyrir Bíldudalsflugvöll.  Gert er ráð fyrir því að rúmlega 100 manns taki þátt í undirbúningi og framkvæmd æfingarinnar.  Mikil áhersla er lögð á að undirbúningur og framkvæmd hverrar æfingar fyrir sig sé fyrst og fremst á könnu heimamanna því tilgangurinn er að þjálfa fólk í að takast á við þær aðstæður sem upp koma við raunverulegt flugslys eða hópslys.

Á æfingum eins og þeirri sem haldin verður á morgun er umhverfi slyssataðar gert eins raunverulegt og hægt er.  Það er mál manna sem tekið hafa þátt í flugslysaæfingu að þrátt fyrir að um æfingu sé að ræða, er aðkoman við upphaf flugslysaæfingar oft átakanleg,  svo raunverulegur er vettvangurinn þar sem eldar eru lausir og  “slasað” fólk bíður eftir aðstoð.